Á leið til sjálfbærni: þróun orkukerfa

Image
""

Á leið til sjálfbærni: þróun orkukerfa

Með breyttum áherslum í nýtingu orkuauðlinda og notkun á mismunandi eldsneyti má fara ólíkar leiðir í átt að sjálfbæru orkukerfi á Íslandi.

Í þessu verkefni verður þróað heildrænt kvikt kerfislíkan af íslenska orkukerfinu sem gerir kleift að framkvæma margþætta greiningu á orkukerfum og þróun þeirra með tilliti til sjálfbærni. Líkanið verður notað til að greina sviðsmyndir af ólíkum leiðum í átt að sjálfbærni sem og orkuöryggi. Til að meta áhrif ólíkra leiða verða skilgreindir og þróaðir mælikvarðar á sjálfbærni orkukerfa, ásamt því að margvíð ákvarðanagreining (MCDA) verður notuð til að draga fram mikilvægustu mælikvarðana og að velja ákjósanlegar leiðir til sjálfbærni.

Kvik kerfislíkön, mat sjálfbærnimælikvarða og margvíð ákvarðanagreining eru þekktar aðferðir á sviði sjálfbærnirannsókna. Hinsvegar hefur ekki komið fram heildstæður matsrammi sem samþættir þessar þrjár aðferðir til greiningar á leiðum til sjálfbærrar þróunar, líkt og stefnt er að í þessu verkefni. Þess að auki verður matsramminn nýttur í að setja upp praktískt greiningartæki sem hægt verður að nota til að taka ákvarðanir tengdum þróun orkukerfa.

Rannsóknarhópurinn samanstendur af fimm háskólum:

  • Háskóla Íslands
  • Háskólanum í Reykjavík
  • NTNU í Noregi
  • Utrecht háskóli
  • MIT

Þar að auki taka þátt þrjár rannsóknarstofnanir: VTT í Finnlandi, IVL í Svíþjóð og Íslensk Nýorka.

Rannsóknarteymið mun smíða fyrsta heildræna kvika kerfislíkanið af orkukerfi sem metur áhrif og afleiðingar ólíkra leiða í átt að sjálfbærni.

Verkefnastjóri: Brynhildur Davíðsdóttir

Aðsetur: Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Meðumsækjendur: Ruth Mary Shortall, Kristín Vala Ragnarsdóttir, Harald Ulrik Sverdrup, Eyjólfur Ingi Ásgeirsson, Hlynur Stefánsson, Reza Fazeli, Seyed Ehsanoddin Shafiei, Lára Jóhannsdóttir

Lykilorð: Sjálfbær þróun, Orkukerfi, Kvik kerfislíkön, Sjálfbærnivísar, Margvíð ákvarðanagreining

Sjóður: Rannsóknasjóður

Tegund: Rannsóknasjóður - Verkefnisstyrkur

Fagráð: Verkfræði og tæknivísindi

 

Ár Umsóknarnúmer Hluti styrks
2016 163464051 18.503.000
2017 163464052 18.572.000
2018 163464053 15.456.000

Heildarupphæð: 52.531.000 kr.

 

Þáttakendur

Mynd af Brynhildur Davíðsdóttir Brynhildur Davíðsdóttir Prófessor 5255233 bdavids [hjá] hi.is
No content has been found.
Mynd af Younes Abghoui Younes Abghoui Fræðimaður 5254721 younes [hjá] hi.is
No content has been found.
Mynd af Lára Jóhannsdóttir Lára Jóhannsdóttir Prófessor 5255995 laraj [hjá] hi.is