Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Sameinuðu þjóðirnar hafa skilgreint sautján heimsmarkmið sem lýsa stærstu viðfangsefnum og helstu áskorunum sem þjóðir heims standa nú frammi fyrir.

Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa skuldbundið sig til að innleiða markmiðin sautján bæði á innlendum og erlendum vettvangi út gildistíma þeirra árið 2030.

Mikilvægt er að sérfræðiþekking og rannsóknir séu nýttar til að leita lausna á þeim viðamikla vanda sem heimsmarkmiðin lýsa. Það einfaldar samfélögum að takast á við þær áskoranir sem vandanum fylgja. Aðalatriðið er að leita lausna í þágu allra. 

Kynntu þér markmiðin og vísindafólk Verkfræðistofnunar sem vinnur að þeim.