Um Verkfræðistofnun

Verkfræðistofnun Háskóla Íslands er vísindaleg rannsóknastofnun sem starfrækt er af Háskóla Íslands. Stofnunin heyrir undir Verkfræði- og náttúruvísindasvið skólans og er vettvangur rannsókna- og þróunarstarfs í verkfræði og tölvunarfræði. 

Rannsóknir á Verkfræðistofnun skiptast í þrjá kjarna.

Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðikjarni

Image
Kona forritar

Rafmagns- og tölvuverkfræðikjarni

Image
""

Undirstöðurannsóknir:

 • Samningsbundnar þjónusturannsóknir 
 • Rannsóknir og uppbygging kennsluaðstöðu í verkfræði
   

Starfsmarkmið: 

 • Rannsóknir og þróunarstarfsemi á sviði tækni og verkvísinda. 
 • Byggja upp þekkingu og færni til að beita nýjum aðferðum við að leysa viðfangsefni íslenskra atvinnuvega.
 • Byggja upp aðstöðu fyrir rannsóknir og verklegar æfingar til þess að styrkja kennslu í verkfræði.
 • Vera til ráðuneytis og vinna að lausn ýmissa vandamála sem krefjast sérþekkingar og rannsóknaraðstöðu sem er til innan stofnunarinnar.
 • Gangast fyrir fyrirlestrum, námskeiðum og ráðstefnum, sem stuðla að aukinni tækniþekkingu í landinu og þjálfun vísindalegra starfskrafta og rannsóknarmanna.

Stefna stofnunarinnar er að vera leiðandi á sviði rannsókna og þróunarstarfsemi í verkfræði og tölvunarfræði með því að efla tengsl rannsókna og kennslu og skapa og miðla nýrri þekkingu inn í samfélag og atvinnulíf.

 

Helstu leiðir til að ná stefnunni er:

 • Að efla tengsl rannsókna og kennslu og samhæfa rannsóknir í verkfræði og tölvunarfræði við kennsluframboð
 • Að styðja kennslu og þjálfun í vísindalegum vinnubrögðum og veita nemendum í framhaldsnámi aðstöðu og búnað til rannsóknarstarfa eftir því sem kostur er
 • Að efla rannsóknir á fræðasviðum Verkfræðistofnunar
 • Að stuðla að þverfaglegu samstarfi við innlenda og erlenda rannsóknaraðila
 • Að gefa út og kynna niðurstöður rannsókna í verkfræði og tölvunarfræði
 • Að stuðla að samstarfi við og styrkja tengsl við atvinnu- og þjóðlíf
 • Að sinna þjónustuverkefnum á sviði verkfræði og tölvunarfræði
 • Að veita upplýsingar og ráðgjöf varðandi verkfræði og tölvunarfræði
 • Að gangast fyrir námskeiðum, fyrirlestrum og ráðstefnum sem geta stuðlað að aukinni tækniþekkingu í landinu og þjálfun vísindalegra starfskrafta og rannsóknarmanna.