Véla- og iðnaðarverkfræðistofa

Á Véla- og iðnaðarverkfræðistofu er unnið að rannsóknum á mörgun hagnýtum og fræðilegum sviðum.

Burðaþolsfræði

Meðal annarra áhersluatriða í rannsóknum má nefna sveiflufræði og hagnýtingu hennar við titrings- og bilanagreiningu á vélum og burðarvirkjum.

Þá hefur verið lögð áhersla á tæknilega hönnun og erfða­fræðilega bestun. Einnig er unnið að rannsóknum á gervifótum og tengingum þeirra við manns­líkamann.

 

 

Image
Nemendur við rannsóknir

Tölfræði og stýritækni

Á tölfræðisviði hefur einkum verið unnið að ýmiss konar gagnaúrvinnslu og þróun líkana af ýmsum kerfum. 

Enn fremur hafa verið þróaðar aðferðir til þess að meta kranavatnsnotkun í hitaveitukerfum út frá mælingum af heildarvatnsnotkun, til þess að fylgjast með streymismælum út frá þeim mælingum sem þeir gefa og hvernig fylgjast má með útfellingum í varmaskiptum. 

Image
Nemendur

Iðnaðarverkfræði

Í rannsóknum á sviði iðnaðarverkfræði hefur áhersla verið á gæðastjórnun og hagnýtingu aðgerða­greiningar við lausn ýmissa viðfangsefna í verkfræði og iðnaði.

Einnig eru stundaðar fræðilegar rannsóknir á þróun aðferðafræði á sviði aðgerðarannsókna.

Rannsóknarverkefni eru margvísleg og fela iðulega í sér þróun aðferða og hönnun kerfa til að bæta gæði og framleiðni með því að nýta betur tíma, peninga, hráefni, orku og önnur aðföng. 

Image
rýnt í gögn