Tölvunarfræðistofa
Á Tölvunarfræðistofu er unnið að rannsóknum á ýmsum hagnýtum og fræðilegum sviðum.
Hugbúnaðarþróun og hugbúnaðarverkfræði
Gæðastjórnun í hugbúnaðargerð, til dæmis mat á því hve vel fyrirtæki þróa hugbúnað og hvaða mannafla og tíma þau nota til þess. Einnig mat á áreiðanleika kerfa, þ.e. mat á því hve villulausan hugbúnað fyrirtæki þróa og hvort hugbúnaðurinn geti verið skaðlegur.
Hlutbundin greining og hönnun og prófanir á hugbúnaði. Rýni og mælanleiki þarfalýsinga, hönnunar og forritunar.
Notendaviðmótsþróun og notendamiðuð hugbúnaðarþróun.

Reiknirit og reiknilíkön
Hönnun á þrívíðu lagskiptu reiknilíkani til reikninga á straumum í sjó.
Hönnun á reiknilíkönum til að líkja eftir göngum fiska í sjó.
Hönnun og greining reiknirita fyrir ýmis almenn verkefni á sviði netafræði, fléttufræði, og verkröðunar. Þau sértakast svo í ýmiss konar hagnýtum verkefnum, svo sem forgangsröðun í fjarskiptakerfum, þjónusta á ferlum í fjölgjörva tölvukerfum, hönnun rökrása (VLSI), miðlun margmiðlunargagna, staðsetning þjónusta á neti, og tíðnaúthlutun til farsíma.
Lífupplýsingafræði og tölvun fyrir líftækni.

Stór kerfi
Dreifð gagnasafnskerfi fyrir vísindagögn. Notkun miðbúnaðar í dreifðum kerfum.
Einingarforritun og aðferðir til að skipta stórum verkum í smærri verk, helst á traustan og góðan hátt þannig að tryggt sé að allir hlutar heildarkerfisins vinni rétt saman.
Þróun hópvinnukerfa með áherslu á þráðlaust tengdar smátölvur.

Fyrirtæki og borgarar í upplýsingasamfélagi
Þróun upplýsingasamfélagsins og áhrif upplýsingatækninnar á persónuvernd og virkni borgaranna.
Rafræn stjórnsýsla og tenging þegna við stjórnsýslu. Hlutbundin greining og hönnun og prófanir á hugbúnaði. Rýni og mælanleiki þarfalýsinga, hönnunar og forritunar.
Uppbygging hugbúnaðariðnaðar og útrás og markaðssetning á hugbúnaði.
Siðfræði í tölvunarfræði.
