Upplýsinga- og merkjafræðistofa
Á Upplýsinga- og merkjafræðistofu er m.a. unnið að sérhæfðri úrvinnslu mæligagna, skráningu fjölrása gagna, síun og breytingu merkja á tölvutækt form. Þróaðar eru aðferðir til greiningar og úrvinnslu gagna, til að mynda í fjarskiptafræði, lífverkfræði, lífeðlisfræði og jarðvísindum.
Stofan
Fjarkönnun, myndvinnsla, tölvugreind, loðnar (fuzzy) reikniaðferðir og tauganetsreiknar eru mikilvæg sérsvið innan stofunnar.
Í fjarkönnun eru stundaðar mælingar úr flugvélum, meðal annars til eftirlits með virkum eldfjöllum, breytingum á jarðhitasvæðum og til að kortleggja gróðurþekju. Enn fremur er unnið úr ýmiss konar gervitunglagögnum.

Samstarf
Stofan hefur á undanförnum árum átt samstarf mörg fyrirtæki meðal annars við geislaeðlisfræðideild Landspítalans og augndeild Landspítalans um greiningu lífeðlisfræðilegra merkja, til dæmis í sjúkdómsgreiningu.
