Kerfisfræðistofa
Rannsóknasvið Kerfisverkfræðistofu eru stjórn-, stýri- og samskiptatækni, leiðsögu- og staðsetningartækni, gagnasamskipti, gagnaúrvinnsla, mælitækni og margmiðlun.
Um stofuna
Á undanförnum árum hefur Kerfisverkfræðistofa tekið þátt í rannsóknarverkefnum í samvinnu við innlend og evrópsk fyrirtæki á sviði upplýsingatækni og margmiðlunar.
Má þar einkum nefna fjarþjónustu ýmiss konar sem dreift er til notenda yfir hraðvirkt ATM net eins og t.d. mynd eftir pöntun og fjarkennslu.
Eitt af nýjustu viðfangsefnum eru rannsóknir á endurbótum í hugbúnaðargerð.
Rannsóknir
Beiting herma til þess að líkja eftir hegðun kvikra kerfa hefur verið umfangsmikið svið við stofuna.
Samvinna hefur verið við Orkuveitu Reykjavíkur og Rafhönnun um gerð hermis af Nesjavallavirkjun.
Þróaður hefur verið flugumferðarhermir og ratsjárgagnavinnsluhermir í samvinnu við Flugmálastjórn Íslands, Integra Consult og Flugmálastjórn Tékklands.