""

IceSUSTAIN er íslenskur hluti SUSTAIN, stærra alþjóðlegs ICDP-verkefnis sem fjallar um myndun og þróun eldfjallaeyja með því að samþætta eldfjallafræði, jarðeðlisfræði, jarðefnafræði, mannvirkjajarðfræði og örverufræði. Meginverkefni SUSTAIN er kjarnaborun í Surtsey. Teknir verða tveir borkjarnar, 210 m langur lóðréttur kjarni auk kjarna úr 300 m langri skáholu. Innri bygging og þróun jarðhita í eyjunni sem surtseysk eldvirkni er kennd við, verður könnuð í smáatriðum með því að skilgreina berggerðir og uppbyggingu eyjarinnar, hvernig innri hiti hennar þróaðist frá upphafi goss árið 1963 og hvernig jarðhitakerfið hefur þróast frá goslokum 1967. Eiginleikar skammlífra jarðhitakerfa í rekbelti úthafsskorpu verða kannaðir nánar með nákvæmum greiningum á samspili jarðhita, sjávar og bergs, ásamt rannsóknum á þeim steindafylkjum sem myndast. Tilvist og fjölbreytileiki örvera við mismunandi hitastig í innviðum eyjarinnar verður könnuð. Sýni verða rannsökuð til að fá innsýn í landnám örvera og hlutverk þeirra í Surtsey. Lóðrétta borholan verður síðan til framtíðar notuð sem neðanjarðarrannsóknarstöð til vöktunar, sýnatöku og tilrauna, sem munu lýsa langtímaþróun í samspili örvera, jarðsjávar og bergs

Verkefnastjóri: Magnús Tumi Guðmundsson

Aðsetur: Raunvísindastofnun

Meðumsækjendur: Tobias Björn Weisenberger, Andri Stefánsson, Kristján Jónasson, Viggó Þór Marteinsson

Lykilorð: Gjóska, Jaðarörverur, surtseysk sprengivirkni, jarðhitaummyndun, neðanjarðar lífríki

Sjóður: Rannsóknasjóður

Tegund: Rannsóknasjóður - Öndvegisstyrkur

Fagráð: Raunvísindi og stærðfræði

 

Ár Umsóknarnúmer Hluti styrks
2016 163083051 50.706.000
2017 163083052 45.062.000
2018 163083053 47.626.000

Heildarupphæð: 143.394.000 kr.

 

Þáttakendur

Share