Hvenær
1. september 2023
14:30 til 16:00
Hvar
Askja
Stofa 132
Nánar

Öll velkomin

Darri Eyþorsson

Ágrip

Snjóauðlindir víðsvegar um heiminn eru nú breytingum undiropnar í kjölfar hnattrænna loftlagsbreytinga. Þessar auðlindir eru mikilvægar víðsvegar og breytingar á eðli þeirra hafa haft og munu halda áfram að hafa áhrif á mannleg samfélög og vistkerfi á kvöldum svæðum. Rannsókn sú er birt er í þessari ritgerð fjallar um greiningu og samanburð á sögulegri þróun loftlags og snjós og gerð forspár um það hvernig væntar loftlagsbreytingar munu hafa áhrif á snjóauðlindir út 21 öldina miðað við mismunandi sviðsmyndir í hlýnun. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að víðtækar breytingar hafa þegar orðið á snjóþekju á Norður Hveli jarðar (NH) frá byrjun 21 aldarinnar útfrá fjarkönnunargögnum frá MODIS gervihnattamælinum. Spáð var fyrir um framtíðarþróun snjóauðlinda á NH fyrir tímabilið 1950-2100 með Snow17 snjólíkaninu útfrá 21 CMIP5 loflagslíkönum fyrir tvö hlýnunartilvik (RCP45 og RCP85). Niðurstöður líkansins gefa til kynna að tíðni snjóhulu (SCF) muni almennt minnka verulega um allt NH en að hinsvegar, muni meðal rúmál vatns sem geymt er í snjóalögum NH aukast lítillega í byrjun tímabilsins, aðallega vegna aukinnar snjókomu og norðlægum breiddargráðum innan norðurheimskautsbaugs, en minnka svo aftur að því sem var um 1950 fyrir RCP45 en 10% neðar en svo fyrir RCP85. Þróun í loftlagi og snjóauðlindum var rannsökuð sérstaklega á Íslandi, sem leiddi í ljós tölfræðilega marktækta aukningu á snjóhulu stórum svæðum frá aldamótum, spá um þróun snjóauðlinda út 21 öldina gerir hinsvegar ráð fyrir verulegri minnkun snjóhulu í öllum hæðarbilum á Íslandi.

Um doktorsefnið

Darri Eyþórsson lauk BS námi í efnaverkfræði frá HÍ árið  2011 og MS námi í umverfisverkfræði frá sama skóla árið 2015.

Hann starfaði við nýsköpun og rannsóknir hjá Carbon Recycling International að loknu BS námi og samhliða MS námi. Samhliða doktorsnámi hefur hann starfað hjá Hagstofu Íslands, Landsvirkjun, Hagfræðistofnun HÍ, Verkís verkfræðistofu og Loftlagsráði Íslands. Einnig hefur hann sinnt kennslu við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ og námsbraut í umhverfis- og auðlindafræði frá árinu 2017. Hann hefur einnig kennt við School of International Training frá árinu 2022.

Share