
Ágrip
Til að uppfylla sífellt strangari losunarstaðla frárennslis er þörf á að þróa áreiðanleg dreifð hreinsunarferli frárennslis. Markmið þessarar rannsóknar var að besta þyngdardrifna himnu (GDM) síun og meta tæknilega, umhverfislega og hagkvæma möguleika hennar fyrir dreifða skólphreinsun í köldu loftslagi. GDM kerfin meðhöndluðu skólp frá sveitarfélögum við mismunandi hitastig (22°C og 8°C), mismunandi himnustillingar (lífræn himna hliðarstraums og keramikhimna á kafi) og ismunandi reglubundnar hreinsunaraðferðir. Niðurstöðurnar sýndu að (1) meðhöndluð vatnsgæði í GDM kerfunum uppfylltu losunarstaðla ESB, óháð hitastigi og himnustillingum; (2) Í GDM kerfunum hliðraðist ríkjandi gangverk óhreininda með síunartímanum og óhreinindalag varð ríkjandi þegar flæðið hafði náð jafnvægi (1.6-4.3 L/m2 klst); (3) Tveggja fasa skolun, efnahreinsun og hátíðnihreinsun bættu hreinsunina samanborðið við reglubundna skolun með því að þenja óhreinindalagið og losa um agnir og uppleyst lífræn efni úr himnunni; (4) Tilvist örplasts í vatninu leiddi til minni framleiðni vatns og meiri uppsöfnunar þungmálma í GDM kerfinu. Formgerð óhreinindalaga var mjög tengd stærð og magni örplasts. Til samanbrðar leiddi LCA greining í ljós að GDM kerfið gæti minnkað áhrif á hlýnun jarðar um ~90% jarðar og ~40% meiri ofauðgun en hefðbundin rotþró, eða rotþró + tilbúið votlendi. Að lokum sýndi kostnaðargreiningin að kostnaður við skólphreinsun með GDM (með keramikhimnum sem byggir á endurunnum efnum) var ~0.213 EUR/m3, sem var sambærilegt við hefðbundna hreinsunarferla.
Um doktorsefnið
Selina Hube lauk BS gráðu í umhverfisverkfræði við Tækniháskólann í Braunschweig í Þýskalandi árið 2018. Eftir útskrift flutti hún til Íslands til að stunda meistaranám í umhverfisverkfræði (umhverfisgæða- og vatnsauðlindaverkfræði) við Háskóla Íslands í samvinnu við Nanyang Technological University í Singapúr. Hún hóf doktorsnám við Háskóla Íslands árið 2020.