
Hörn Hrafnsdóttir aðjunkt við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ flytur erindi á málstofu Verkfræðistofnunar. Erindið greinir frá aðdraganda tilraunanna sem framkvæmdar voru áður en gos hófst á Reykjanesi.
Tilraunirnar fólu meðal annars í sér hermanir á hraunrennsli frá mismunandi sprungum sem væru óheppilega staðsettar fyrir innviði og byggð og mat á mögulegum varnaraðgerðum.
Í kjölfar þess að gos hófst verður fjallað um framhald á þessari vinnu, m.a. áframhaldandi hermun hraunflæðis strax um nóttina þegar gos hófst, hvað hefur gerst síðan, skoðun heimilda, aðgerða í öðrum löndum og á hverju þessi vinna byggir sem og að fjalla um framkvæmdir og stöðu verkefnisins.
Málstofan verður haldin á íslensku.
Viðburðinum verður streymt á Zoom
https://eu01web.zoom.us/j/61039559105?pwd=UXllaFh3Q2MreEpaYXU5enY5TThrZz09
Meeting ID: 610 3955 9105
Passcode: VHI20