

Meistaradagur Verkfræðistofnunar fór fram í Grósku síðastliðinn þriðjudag.
Á deginum var haldin veggspjaldasýning þar sem meistaranemar í verkfræði og tölvunarfræði sem brautskrást þann 25. júní næstkomandi kynntu meistaraverkefni sín.

„Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að það sem við gerum ofanjarðar skiptir máli neðanjarðar. Merkja má athafnir mannsins og umsvif mannvirkja í vatninu í nærumhverfi okkar,“ segja þær Hrund Ó. Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands, og María J. Gunnarsdóttir, sérfræðingur við Vatnaverkfræðistofu

Sigurður Magnús endurráðinn forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs

Trausti Valsson, prófessor emeritus við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild, var sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum á nýársdag.

Lotta María Ellingsen, dósent við Rafmagns- og töluverkfræðideild var á meðal þriggja annara sem hlutu á dögunum styrk úr Sjóði Sigríðar Lárusdóttur við Háskóla Íslands.

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði, er í 387. sæti á lista fremstu vísindamanna heims á sviði tölvunarfræði og rafeindatækni (e. electronics) samkvæmt mati Guide2Research, vefvettvangs um rannsóknir á þessu fræðasviði.

Háskóli Íslands sá sjöundi besti í heiminum á sviði fjarkönnunar samkvæmt hinum virta lista Shanghai Global Ranking of Academic Subjects fyrir árið 2021