Header Paragraph

Háskóli Íslands er í áttunda sæti yfir bestu háskóla heims á sviði fjarkönnunar

Image
""

Háskóli Íslands er í áttunda sæti yfir bestu háskóla heims á sviði fjarkönnunar samkvæmt lista ShanghaiRanking Consultancy sem birtur var nýverið. 

Háskóli Íslands hefur verið meðal 10 bestu á sviði fjarkönnunnar frá því að byrjað var að birta þessa lista árið 2017. Fjarkönnun felst m.a. í því að taka stafrænar myndir úr flugvélum og gervitunglum og vinna úr þeim hvers kyns upplýsingar um yfirborð jarðarinnar. Fjarkönnun er t.d. nýtt til þess að fylgjast með framvindu eldsumbrota eins og þess sem hófst á Reykjanesi fyrir stuttu.

Shanghai-listarnir nýju leiða einnig í ljós að Háskóli Íslands er í sæti 51-75 á sviði rafmagns- og töluverkfræði.

Mat og röðun ShanghaiRanking Consultancy byggist á ýmum þáttum í vísindastarfi háskóla, svo sem birtingu vísindagreina í virtum fræðitímaritum, fjölda tilvitnana annarra vísindamanna í rannsóknir á vegum skólans, alþjóðlegu samstarfi um vísindarannsóknir og fjölda starfsmanna sem hjóta vísindaverðlaun fyrir framlag sitt innan einstakra fræðagreina.