Meistaradagur Verkfræðistofnunar 2023 haldinn í Grósku
Meistaradagur Verkfræðistofnunar var haldinn í gær í Grósku.
Dagurinn hófst með dagskrá í sal. Þar fluttu erindi þau Sigurður Magnús Garðarsson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs, Svana Helen Björnsdóttir, formaður stjórnar Verkfræðingafélags Íslands og Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Heimkaupa.
Að því loknu var haldin veggspjaldasýning. Þar gafst gestum tækifæri á að kynna sér fjölbreytt lokaverkefni 22 meistaranema við verkfræðideildir HÍ.
Verkfræðingafélag Íslands veitti að henni lokinni verðlaun fyrir bestu veggspjöldin. Verðlaun hlutu þau Magnús Magnússon fyrir verkefnið Sjálfvirk flokkun á undirsvæðum heilastofns út frá segulómmyndum með djúpu tauganeti, Arnór Breki Ásþórsson fyrir verkefnið Hönnun og greining á gervifæti fyrir börn og Magdalena G. Bryndísardóttir fyrir verkefnið Áreiðanleiki og notagildi OpenQuake og ESRM20 við mat á jarðskjálftaáhættu á Íslandi.
Við óskum verðlaunahöfunum hjartanlega til hamingju sem og öllum þeim nemendum sem tóku þátt í deginum. Einnig þökkum við Verkfræðingafélagi Íslands kærlega fyrir gott samstarf.


















