Meistaradagur Verkfræðistofnunar 2025

Tuttugu og tveir meistaranemar brautskráðust frá verkfræðideildum Háskóla Íslands þann 14. júní síðastliðinn. Veggspjaldakynning á lokaverkefnum þeirra fór fram á Meistaradegi Verkfræðistofnunar í Grósku þann 23. maí. Þar gafst gestum tækifæri til að kynnast fjölbreyttum og spennandi verkefnum nemenda, sem endurspegla þá miklu nýsköpun og kraft sem einkennir rannsóknir í verkfræði og tölvunarfræði við HÍ. 

Háskólinn á í góðu samstarfi við Verkfræðingafélag Íslands og á Meistaradeginum afhenti Helgi Gunnarsson, formaður stjórnar félagsins, verðlaun fyrir þrjú framúrskarandi lokaverkefni.

Verðlaun fyrir besta veggspjaldið hlaut Áslaug Þóra Halldórsdóttir, meistaranemi í rafmagns- og tölvuverkfræði, en lokaverkefni hennar var Þróun tækja sem auðvelda niðursetningu bauja og ferilvöktun bauja í notkun.
Einnig hlaut Margrét Snorradóttir, meistaranemi í reikniverkfræði verðlaun fyrir veggspjald sem sýndi niðurstöður rannsóknar hennar á sköpunargáfu og ADHD, en verkefnið var unnið í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu.
Þá hlaut Thanh Ha Hoang, meistaranemi í byggingaverkfræði, verðlaun fyrir verkefnið Seismic Performance of Mid-rise Concrete Residential Buildings in Reykjavík.

Við óskum öllum meistaranemum sem hafa brautskrást frá verkfræðideildum skólans á þessu kennsluári  innilega til hamingju með áfangann og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni.
 

Nemandi Námsleið Verkefni
Ármann Örn Friðriksson Reikniverkfræði Eftirvinnsla vindaspár með tauganetum
Árni Teitur Líndal Þrastarson Rafmagns- og tölvuverkfræði Áhrif breytilegs straums á straummörk rafstrengja
Áslaug Þóra Halldórsdóttir Rafmagns- og tölvuverkfræði Þróun tækja sem auðvelda niðursetningu bauja og ferilvöktun bauja í notkun
Brynjar Geir Sigurðsson Vélaverkfræði Mat hviðustuðuls í flóknu landslagi með tauganetum
Daniel Felipe Escobar Vargas Umhverfisverkfræði Himnuferli til að fjarlægja kísil úr Jarðhitavökvar í átt að verðmætum málmi 
Erla Steina Sverrisdóttir Lífverkfræði Aflfræðilegir eiginleikar affrumaðs hrossaþara sem stoðefni í vefjaverkfræði
Fanney Rut Kristbjörnsdóttir Vélaverkfræði Tölulegt líkan fyrir lyfjaflæði gegnum marglaga húð
Guðný Eva Birgisdóttir Byggingarverkfræði Jarðhræringar og náttúruvá í nærumhverfi eldsumbrota: Ný innsýn í óróa vegna eldsumbrota og flekahreyfinga á Reykjanesskaga, Íslandi
Ha Thanh Hoang Byggingarverkfræði Jarðskjálftasvörun meðalhárra steinsteyptra íbúðarbygginga í Reykjavík
Hörður Páll Guðmundsson Iðnaðarverkfræði Grænt eldsneyti fyrir iðnað á Íslandi - Valkostir og greining
Magnús Gunnar Gunnlaugsson Rafmagns- og tölvuverkfræði Bestun samspils vindorkunýtingar og aukinnar raforkueftirspurnar á Íslandi
Margrét Snorradóttir Reikniverkfræði Sköpunargáfa og ADHD: Rannsókn á hlutverkum ofureinbeitingar og margbreytilegrar hugsunar
Máni Magnússon Rafmagns- og tölvuverkfræði 16-bita 48 kS/s stafgervill fyrir hagnýtingu í hljóðvinnslu útfærður á vettvangsforritanlegum hliðafylkjum
Natalía Ýr Hjaltadóttir Byggingarverkfræði Eldvarnir eldri timburhúsa á Íslandi. Hvernig er hægt að meta þær og bæta?
Óðinn Eldon Ragnarsson Vélaverkfræði Sannprófun tölulegs burðarþolslíkans (FEM) fyrir límd samskeyti milli koltrefjaröra og málminnleggja
Ragnar Þór Bender Iðnaðarverkfræði Bestun niðurröðunar fótboltadómara með áherslu á teymisvinnu og jafnt vinnuálag
Skúli Magnússon Lífverkfræði Eiginleikar fiskroðs sem vefjastoðefni til að styðja við vefjamyndun
Snorri Jökull Egilsson Vélaverkfræði Lífsferilsgreining á jarðvarmadrifnum hitaveitukerfum í Reykjavík
Steinar Bragi Sigurðarson Tölvunarfræði Gervigreindarknúin bókameðmæli fyrir börn
Svavar Konráðsson Vélaverkfræði Hönnun á fjaðrandi sæti fyrir hraðbáta
Tinna Ósk Traustadóttir Rafmagns- og tölvuverkfræði Þráðlaus hleðsla neðansjávar með sjálfspani
Þorgeir Arnarsson Iðnaðarverkfræði Stakræn atburðahermun af koltrefja framleiðslu Össur á Íslandi

 

Share