
Páll Melsted, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild flytur fyrlesturinn Raðgreining á SARS-CoV-2.
Fyrirlesturinn fer fram á íslensku og verður streymt
Ágrip
Íslensk erfðagreining hefur raðgreint nær öll covid sýni sem greinst hafa hér á landi. Í þessum fyrirlestri verður í stuttu máli farið yfir hvernig raðgreining á veirunni fer fram og hvað má læra af þessum niðurstöðum þegar þær eru settar í samhengi við önnur gögn. Með því að fylgjast með þeim ólíku gerðum veirunnar sem finnast er hægt að fylgjast með hvaðan þær koma til landsins og hvernig þær dreifast innanlands.