Áburður úr lofti og vatni: Í átt að hagnýtingu

Image
""

Áburður úr lofti og vatni: Í átt að hagnýtingu

Árleg framleiðsla NH3 á heimsvísu er um 200 M tonn og eykst með hverju ári.

Um 2% af nýtanlegri orku heims fer í ammóníakframleiðslu sem veldur rúmlega 1% af CO2 mengun jarðar. Þetta rannsóknarverkefni mun nota rafefnahvötun til framleiðslu á NH3 úr N2 (og úr andrúmslofti) og H2O við herbergishita og við venjulegan loftþrýsting.

Samstarf sérfræðinga í efnisfræði, efnagreiningum, rafefnafræði og tölvuefnafræði hefur opnað möguleika á að besta kristalbyggingar yfirborðanna og rafefnafræðilegar hvarfaðstæður til að hanna kerfisbundið hvarfklefa fyrir þetta ferli.

Við byggjum á niðurstöðum úr skammtafræðilegum reikningum próf. Egils Skúlasonar og hans rannsóknarhóps þar sem að minnsta kosti tveimur málmnítriðum (VN og ZrN) er spáð vera með góða hvötunarvirkni, háa nýtni og stöðug fyrir þetta ferli. Þessir hvatar verða prófaðir frekar og bestaðir í tilraunum til að hámarka hvarfhraðann, nýtnina og stöðugleikann.

Niðurstöðurnar verða nýttar til að skala upp kerfið og ferlið í síðara skrefi.

Verkefnastjóri: Egill Skúlason

Aðsetur: Raunvísindastofnun Háskólans

Meðumsækjendur: Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Grein Research ehf., Atmonia ehf.

Sjóður: Tækniþróunarsjóður

Tegund: Hagnýtt rannsóknarverkefni

Lengd verkefnis: 3 ár

 

Ár Umsóknarnúmer Hluti styrks
2017 1753500611 13.655.000

Heildarupphæð: 13.655.000 kr.

 

Þátttakendur

Mynd af Egill Skúlason Egill Skúlason Prófessor 5254684 egillsk [hjá] hi.is https://iris.rais.is/is/persons/7f91e5a3-9541-449b-af1f-8cb28986be90 Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, kennsla