Rafefnafræðileg binding CO2

Image
""

Rafefnafræðileg binding CO2

Tölvureikningar verða gerðir til að rannsaka gang og hraða efnhvarfa CO2 í rafefnafræðilegum kerfum.

Takmarkið er að stuðla að þróun nýrra aðferða til að minnka útblástur CO2 í andrúmsloftinu og á stama tíma mynda verðmæt efni svo sem eldsneyti og plastefni.

Áhersla verður lögð á að finna hvernig virkni efnahvata fyrir CO2 afoxun breytist við það að breyta efnasamsetningu þeirra og myndgerð á nanóskala. Aðferðafræði sem nýlega var þróuð af umsækjanda og samstarfsmönnum hans á síðustu árum í sambandi við vetnis og ammóníakmyndun verður þróuð frekar í þessu verkefni.

Meðal annars verður:

(1) Þróuð ný aðferð til að innleiða rafsvið í kerfið, en hún mun gera það kleift að stilla álagða spennu á samfelldan hátt og þar með minnka kerfin og stytta reiknitímann.

(2) Til að lýsa betur raflausninni, verður þróuð brúunaraðferð þar sem DFT reikningar á skautinu og atómum sem á því sitja verða tengdir við reikninga á vatnsfasanum með nýlegu mættisfalli sem lýsir víxlverkun vatnssameinda á fljótvirkari hátt.

(3) Í fyrri reikningum á prótónuflutningi, höfum við gert ráð fyrir að klassísk lýsing á færslu atómkjarnanna sé nægjanlega nákvæm, en í þessu verkefni verður bætt við skammtafræðilegum áhrifum til að athuga hvort smug sé mikilvægt í þessum ferlum.

Verkefnið felur í sér samvinnu við vísindamenn í Reiknisetri Raunvísindastofnunar og vísindamenn við Tækniháskóla Danmerkur (DTU).

Verkefnastjóri: Egill Skúlason

Aðsetur: Raunvísindastofnun Háskóla Íslands

Lykilorð: Rafefnafræði, reikniefnafræði , CO2 binding

Sjóður: Rannsóknasjóður

Tegund: Rannsóknastöðustyrkur

Fagflokkur: Eðlisfræði og efnafræði almennt

Lengd verkefnis: 3 ár

 

Ár Umsóknarnúmer Hluti styrks
2010 100024041 4.640.000
2011 100024042 4.440.000
2012 100024043 4.440.000

Heildarupphæð: 13.520.000 kr

 

Þátttakendur

Mynd af Egill Skúlason Egill Skúlason Prófessor 5254684 egillsk [hjá] hi.is https://iris.rais.is/is/persons/7f91e5a3-9541-449b-af1f-8cb28986be90 Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, kennsla