Skissugerð með markmiði: Þróun samskiptamáta við hugbúnaðartól byggðan á innsæi

Image
""

Skissugerð með markmiði: Þróun samskiptamáta við hugbúnaðartól byggðan á innsæi

Um rannsóknina

Eins og margir sérfræðingar þá nýta hugbúnaðarverkfræðingar skissur, þ.e.a.s. riss eða óformlegar teikningar, til að átta sig á flóknum hugmyndum. Slíkar skissur eru oft gerðar á tússtöflur en á síðustu árum hefur stafræn tækni til skissugerðar rutt sér til rúms.

Hugbúnaður til skissugerðar hefur fram til þessa yfirleitt einskorðast við óformleg líkön. Hugbúnaðurinn leysir ekki allan vanda sem hugbúnaðarverkfræðingar standa frammi fyrir: að gera þarfagreiningu, besta högun hugbúnaðar, finna villur, endurskipuleggja kerfi o.s.frv. Núverandi skissukerfi hjálpa verkfræðingum að HUGSA um slík verkefni, en þeir þurfa samt sem áður að FRAMKVÆMA þau sjálfir eftirá, án hjálpar frá kerfinu.

Verkefnið okkar hefur þann tilgang að lyfta skissugerð á hærra stig, þannig að þeir sem þróa hugbúnað geti framkvæmt flókin verkfræðileg verkefni með því að nota insæi til að setja hugmyndir fram með skissum, beint inn í kerfin sem verið er að þróa í. Til dæmis mætti rissa prófunartilvik beint ofan á forritstextabút í ritli eða hugbúnaðarþróunarumhverfi (IDE), og kerfið mundi í framahaldi búa til viðeigandi prófunarfall sjálfkrafa.

Markmiðið er að gera hugbúnaðarverkfræðingum kleyft að setja hugmyndir sínar fram á liðugri máta og samtímis beita kröftum sínum í að leysa verkefni frekar en að læra á flókin kerfi. Þannig verður hugbúnaðarþróunarferlið skilvirkara og gæði kerfanna sem búin eru til meiri.

 

Verkefnastjóri: Matthias Book

Aðsetur: Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Lykilorð: Skissugerð, hugbúnaðarþróun, tölvusamskipti

Sjóður: Rannsóknasjóður

Tegund: Rannsóknasjóður - Verkefnisstyrkur

 

Ár Umsóknarnúmer Hluti styrks
2019 196228051 16.690.000
2020 196228052 17.125.000
2021 196228053 17.575.000

Heildarupphæð: 51.390.000 kr.

 

Þátttakendur

Mynd af Matthias Book Matthias Book Prófessor 5254930 book [hjá] hi.is