Áburður frá lofti og vatni: Frá reikningum til tilrauna

Image
""

Áburður frá lofti og vatni: Frá reikningum til tilrauna

Rannsóknarverkefnið byggir á tölvureikningum og tilraunum til að hanna, rækta, prófa og síðar endurbæta efnahvata fyrir rafefnafræðilega afoxun niturgass yfir í ammóníak við stofuhita og –þrýsting í vatnslausn.

Rannsókn byggð á tölvureikningum var nýlega gerð af umsóknaraðilum á efnahvötunarvirkni málmnítríða fyrir þetta efnahvarf. Áhugaverðar niðurstöður fengust þar sem nokkur nítríð voru álitin lofa góðu. Frekari rannsóknir verða gerðar með bæði tilraunum og reikningum til að skilja betur efnaferlið og hanna hagkvæmasta efnahvatann og hvarfaðstæðurnar til að á lokum sé hægt að mynda ammóníak rafefnafræðilega frá vatni og lofti.

Rannsóknarteymið er aðallega staðsett við Háskóla Íslands og við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, en einnig við Ríkisháskóla Oregon fylkis. Teymið býr yfir bæði mikilli þekkingu og er með góða aðstöðu fyrir alla verkþætti verkefnisins.

Nýlega settu umsóknaraðilar upp aðstöðu til að framkvæma rafefnafræðilegar tilraunir til að hægt sé að staðfesta niðurstöður reikninganna. Fyrstu tilraunir lofa góðu og þetta öndvegisverkefni mun færa verkefnið yfir á næsta stig. Ítarlegir reikningar verða gerðir til að sannreyna og skilja betur fyrstu niðurstöðurnar með því að taka inn í reikningana aðrar kristalbyggingar, önnur yfirborð og fleiri hvarfganga.

Rannsókn á hraða efnahvarfanna verður framkvæmd til að skera úr um hvort einhverjir flöskuhálsar séu á hvarfleiðinni. Gæði efnahvatanna verður hámörkuð og næmar aðferðir í rafefnafræði og efnagreiningu verða settar upp.

Verkefnastjóri: Egill Skúlason

Aðsetur: Raunvísindastofnun

Meðumsækjendur: Helga Dögg Flosadóttir, Sveinn Ólafsson, Líney Árnadóttir, Anna Louise Garden , Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir

Lykilorð: rafefnafræði, tölvureikningar, efnahvötun, þunnar húðir, ammóníak

Sjóður: Rannsóknasjóður

Tegund: Rannsóknasjóður - Öndvegisstyrkur

Fagráð: VERKFRÆÐI, TÆKNIVÍSINDI OG RAUNVÍSINDI

 

Ár Umsóknarnúmer Hluti styrks
2015 152619051 41.766.000
2016 152619052 41.046.000
2017 152619053 42.846.000

 

Heildarupphæð: 125.658.000 kr.

 

Þátttakendur

Mynd af Egill Skúlason Egill Skúlason Prófessor 5254684 egillsk [hjá] hi.is https://iris.rais.is/is/persons/7f91e5a3-9541-449b-af1f-8cb28986be90 Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, kennsla
Mynd af Sveinn Ólafsson Sveinn Ólafsson Vísindamaður 5254693 sveinol [hjá] hi.is https://iris.rais.is/is/persons/ff301973-b677-4a3f-86a6-d51de4bed67d Eðlisvísindastofnun, Eðlisfræðistofa