Stofnerfðamengjafræði samhliða þróunar hjá Íslenskri bleikju

Image
""

Stofnerfðamengjafræði samhliða þróunar hjá Íslenskri bleikju

Nýleg og samhliða þróun býður upp á einstaka möguleika til að prófa stærstu spurningar þróunarfræðinar, um tengsl svipfars, erfða og umhverfis.

Með stórstígum framförum á sviði erfða- og lífupplýsingafræði hafa opnast nýir möguleikar á rannsóknu er tengja erfða-, þroskunar- og þróunarfræði. Meðal annars verður unnt að nota gríðarstór gagnasöfn um erfðamengi til að sannreyna lykiltilgátur um afbrigðamyndun og samhliða þróun í lítt rannsökuðum tegundum.

Bleikja nam land á Íslandi fyrir u.þ.b. 10,000 árum og hefur á þessum tíma myndað afbrigði í fjölda vatna og þannig sett á svið náttúrulega tilraun sem hentar afar vel til rannsókna er samþætta erfðafræðilegar undirstöður og stofnerfðafræði afbrigðamyndunar.

Rannsóknaverkefnið sem hér er sett fram byggir á því að nýta nýjustu tækni og aðferðir erfða- og lífupplýsingafræði til að finna erfðaset er tengjast hraðri þróun mismunandi bleikjuafbrigða hjá íslenskri bleikju. Við höfum þegar raðgreint umritunarmengi fóstra af mismunandi þroskaskeiðum en til þess að treysta þekkingu á sögu og erðalandfræði hinna marbreytilegu íslensku bleikjustofna munum við nota nýjar aðferðir sem skima allt erfðamengið.

ddRADseq getur greint gríðarlegan fjölda einbasa breytinga, sem við munum líka athuga hvort tengjast tilteknum afbrigðum. Einnig munum við prófa hvort fylgni sé við tilteknar vistfræðilegar sérhæfingar afbrigða og stofna.

Þessar rannsóknir færa okkur nær því að kanna hvort gen er tengjast tilteknum sérhæfingum séu undir áhrifum náttúrulegs vals eða þróist vegna dvínandi hreinsandi vals.

Verkefnastjóri: Sigurður Sveinn Snorrason

Aðsetur: Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Meðumsækjendur: Arnar Pálsson , Zophonías Oddur Jónsson, Bjarni Kristófer Kristjánsson, Bjarni Jóhann Vilhjálmsson, Moira M. Ferguson, Páll Melsted, Sarah Jane Helyar

Lykilorð: Stofn, Erfðamengjafræði, samhliða þróun, sundurleitni, laxfiskur

Sjóður: Rannsóknasjóður

Tegund: Rannsóknasjóður - Verkefnisstyrkur

Fagráð: Náttúruvísindi og Umhverfisvísindi

 

Ár Umsóknarnúmer Hluti styrks
2015 152536051 11.970.000
2016 152536052 14.490.000
2017 152536053 7.020.000

Heildarupphæð: 33.480.000 kr.

 

Þátttakendur

Mynd af Sigurður Sveinn Snorrason Sigurður Sveinn Snorrason Prófessor emeritus 5254612 sigsnor [hjá] hi.is
Mynd af Arnar Pálsson Arnar Pálsson Prófessor 5254265 apalsson [hjá] hi.is
Mynd af Zophonías Oddur Jónsson Zophonías Oddur Jónsson Prófessor 5254084 zjons [hjá] hi.is
Mynd af Páll Melsted Páll Melsted Prófessor 5254633 pmelsted [hjá] hi.is