
Um rannsóknina
Eftir því sem fartæki eins og símar og spjaldtölvur verða allt umlykjandi, eru fleiri og fleiri hefðbundin forrit flutt yfir í hið nýja tækniumhverfi. Á hinn bóginn þar sem notendaforrit á fartækjum er stýrt með snertiskjá og hugsanlega stafrænum penna, verður gagnvirkni með lyklaborði óþjálli því að notandanum finnst erfitt að slá á lyklana og lyklaborðin fela mest af efninu sem verið er að vinna með. Vænlegri leið til að gera farnotendaviðmót hefðbundinna notendaforrita aðgengilegri og skilvirkari virðist vera að nota snerti- eða pennainntak fyrir flestar aðgerðir, en á sama tíma krefst það þess að endurhugsa hvernig notendur geta framkvæmt músar- og lyklaborðsskipanir og hvernig kerfin þekkja skipanirnar sem útfærðar eru með pennastrikum og snertibendingum. Með því að nota töflureiknisforrit sem dæmi um umfangsmikið notendaforrit, mun verkefnið rannsaka væntingar notenda til snerti- og penna inntaks, skilgreina sjónrænt mál til að tjá algengar skipanir á gögnum töflureikna, hanna og útfæra frumgerð af töflureikni með notendagagnvirkni með skissum og meta hagkvæmni og nytsemi snerti- og pennainntaks sem sjálfstæða og viðbótar gagnvirkni. Tæknilegar og aðferðafræðilegar niðurstöður úr rannsókninni verða notaðar til að kanna hvort þær eigi við um önnur notendaforrit og notkunarsvið.
Verkefnastjóri: Matthias Book
Aðsetur: Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið
Lykilorð: Hugbúnaðararkitektúr, Hugbúnaðarverkfræði, Samskipti manns og tölvu, Sjónræn mál, Skissugerð
Sjóður: Rannsóknasjóður
Tegund: Rannsóknasjóður - Verkefnisstyrkur
Ár | Umsóknarnúmer | Hluti styrks |
---|---|---|
2024 | 20.993.000 |
Heildarupphæð: 20.993.000
Sjá nánari upplýsingar í Gagnatorgi Rannís