Breytileg stífni gervifótar
Breytileg stífni gervifótar
Markmið þessa verkefnis er að hanna gervifót með breytilega stífni þannig að hann lagi sig að þörfum notenda. Stefnt er að því að hann sé mekanískur og að ekki sé þörf á tölvustýringum eða rótorum til að breytinga.
Verkefnið mun byggja á klínískum mælingum, þarfagreiningu, sem framkvæmdar verða og nauðsynlegir eiginleikar fótarins skilgreindir samkvæmt því.
Frumgerð fótar verður hönnuð og prófuð á notendum á rannsóknarstofu. Nokkrir tölvustýrðir ökklar eru á markaði í dag, en enginn þeirra tekur tillit til einfaldra leiða til að breyta stífninni.
Ef vel tekst að aðlaga fótinn að óskum notenda mun þetta verða góð viðbót fyrir þá og auðvelda þeim lífið í leik og starfi
Verkefnastjóri: Sigurður Brynjólfsson
Aðsetur: Háskóli Íslands
Meðumsækjendur: Össur hf.
Sjóður: Tækniþróunarsjóður
Tegund: Hagnýtt rannsóknarverkefni
Lengd verkefnis: 3 ár
Ár | Umsóknarnúmer | Hluti styrks |
---|---|---|
2016 | 1640610611 | 14.376.000 |
2018 | 1640610612 | 14.875.000 |
Heildarupphæð: 29.251.000 kr.
Þátttakendur
Sigurður Brynjólfsson | Prófessor | 5254641 | sb [hjá] hi.is | Yes | https://iris.rais.is/is/persons/024ad707-b4eb-4695-8051-be73955b18e3 | Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, kennsla |