Kortlagning og vöktun á náttúru Íslands með fjarkönnun
Kortlagning og vöktun á náttúru Íslands með fjarkönnun
Hnattrænar umhverfisbreytingar hafa bæði félagsleg og efnahagsleg áhrif í nútímasamfélögum.
Hraðar og sjálfvirkar kortlagningar- og vöktunaraðferðir með stórum kvarða eru nauðsynlegar til að minnka áhrif þessara breytinga og skilja stærðina og flækjustigið á stýriferlunum.
EMMIRS er frumlegt þverfræðilegt verkefni sem notast við bestu fjarkönnunargögn í rúmi og rófi í þeim tilgangi að þróa og beita fullkomnustu kortlagningar- og vöktunartækni.
Miðdepill verkefnisins eru tvö sérvalin svæði í óbyggðum Íslands, Hekla og Öræfajökull, sem mikilvæg dæmi um margs konar umhverfisbreytingar á Íslandi og í heiminum. Nákvæm jarðfræði- og gróðurkort verða gerð í verkefninu með háþróuðum flokkunaraðferðum sem beitt verður á fyrrgreind svæði. Þessi kort verða byggð á mikilvægum gögnum sem safnað verður í verkefninu ásamt öðrum fyrirliggjandi fjarkönnunarmyndum.
Söguleg vöktun byggist á þeim fjarkönnunarmyndum sem fyrir liggja og nýtist til greiningar á breytingum á svæðunum með gagnabræðslu. Þannig má meta umhverfisbreytingarnar sem orðið hafa sl. 70 ár fyrir Heklu og Öræfajökul. Ásamt svæðisgreiningu og háþróaðri líkanagerð má rannsaka tíðni ferlanna og stikana sem stýra þeim til að gefa einstakan og yfirgripsmikinn skilning á hreyfifræði landslags.
EMMIRS verkefnið sameinar unga vísindamenn og helstu sérfræðiþekkingu heimsins á mörgum þverfræðilegum sviðum til að auka þekkingu fyrir þróun og framkvæmd kortlagningar og vöktunartækni umhverfis til framtíðar.
Verkefnastjóri: Jón Atli Benediktsson
Aðsetur: Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið
Meðumsækjendur: Gro Birkefeldt Moller Pedersen, Þorsteinn Sæmundsson , Daniel Hölbling, Olga Kolbrún Vilmundardóttir , Nicola Falco , Kolbeinn Árnason, Pedram Ghamisi, Guðfinna Th Aðalgeirsdóttir, Simone Tarquini, Guðrún Gísladóttir, Borgþór Magnússon , Freysteinn Sigmundsson, Lorenzo Bruzzone, Melba M. Crawford
Lykilorð: Fjarkönnun , Háþróaðar aðferðir til kortlagningar og vöktunar, Athuganir á yfirborði jarðar, Ísland, Gagnasafn til viðmiðunar
Sjóður: Rannsóknasjóður
Tegund: Rannsóknasjóður - Öndvegisstyrkur
Fagráð: NÁTTÚRUVÍSINDI OG UMHVERFISVÍSINDI
Ár | Umsóknarnúmer | Hluti styrks |
---|---|---|
2015 | 152266051 | 38.886.000 |
2016 | 152266052 | 38.455.000 |
2017 | 152266053 | 36.936.000 |
Heildarupphæð: 114.277.000 kr.
Þátttakendur
Jón Atli Benediktsson | Rektor | 5254302 | benedikt [hjá] hi.is | https://iris.rais.is/is/persons/c559b52c-e0f9-499f-b176-aa9cbe26018c | Rektorsskrifstofa |
No content has been found. |
No content has been found. |
Guðfinna Th Aðalgeirsdóttir | Prófessor | 5254489 | gua [hjá] hi.is | https://iris.rais.is/is/persons/9a501031-485f-43ee-b399-f2a93caf7e4a | Jarðvísindadeild |
No content has been found. |
Freysteinn Sigmundsson | Vísindamaður | 5254491 | fs [hjá] hi.is | https://iris.rais.is/is/persons/618626cd-0572-4787-8be1-53706a9946ea | Jarðvísindastofnun |