Maður fyrir borð

Image
""

Maður fyrir borð

Íslendingar og aðrar þjóðir stunda fiskveiðar á litlum 1-2 manna smábátum og er smábátaútgerð mikilvægur þáttur í atvinnulífinu. Jafnframt er skemmtibátaútgerð vinsæl í flestum löndum sem land eiga a sjó.

Banaslys hafa orðið vegna þess að menn hafa fallið fyrir borð og ekki hefur verið hægt að koma boðum um það til björgunaraðila. Verkefnið "Maður fyrir borð" á að bæta þetta ástand.

Komið er fyrir búnaði á sjómanninum sem verður í sambandi við móðurstöð um borð í bátnum. Búnaðurinn skynjar þegar maðurinn fellur fyrir borð. Þá sendir hann upplýsingar í búnaðinn á manninum sem byrjar strax að reikna staðsetningu sem er send til bátsins. Móðurstöðin um borð sendir þær upplýsingar til vaktstöðvar sem getur sent björgunarsveit á vettvang.

Hafsvæðum nærri landi er víðast vel þjónað með 2G/3G/4G farsímakerfum en auk þess er einnig hægt að nýta VHF fjarskipti. Jafnframt er hið nýja Galileo kerfi með neyðarfjarskiptahluta sem hugsanlegt er að nýta.

Verkefnastjóri: Sæmundur E. Þorsteinsson

Aðsetur: Háskóli Íslands

Meðumsækjendur: Háskóli Íslands, Vegagerðin

Sjóður: Tækniþróunarsjóður

Tegund: Hagnýtt rannsóknarverkefni

Lengd verkefnis: 3 ár

 

 
Ár Umsóknarnúmer Hluti styrks
2016 1639450611 13.048.000

Heildarupphæð: 13.048.000 kr.

 

 

Þátttakendur

Mynd af Sæmundur E Þorsteinsson Sæmundur E Þorsteinsson Sérfræðingur 5254920 saemi [hjá] hi.is