Notkun snjallefna í gervifætur

Image
Notkun snjallefna í gervifætur

Notkun snjallefna í gervifætur

Verkefnið felst í að búa til gervifót með stýranlega stífni í rauntíma.

Hefðbundir gervifætur hafa fasta stífni og notandinn þarf því að skipta um fót til að nota við mismunandi aðstæður. Það þarf til dæmis stífari fót fyrir hlaup og stökk heldur en fyrir göngu eða hvíld. Það væri mikill kostur fyrir notandann að geta stýrt stífni fótarins í rauntíma eftir aðstæðum.

Með því að nota snjallefni, s.s. rafsegulvökva eða rafsegulfastefni, er hægt að breyta stífninni með segulsviði.

Verkefnið er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Össurar hf. Össur framleiðir vinsæla gervifætur úr koltrefjum sem verða notaðir sem grunnhönnun.

Í þessu verkefni munum við hanna og búa til aðlögunarhæfan dempara sem verður notaður í frumgerð gervifótar með segulvirkum dempara.

Frumgerð verður hönnuð, smíðuð og prófuð með tilliti til þeirrar stífni sem fóturinn þarf að hafa með og án segulsviðs.

Verkefnastjóri: Fjóla Jónsdóttir

Aðsetur: Háskóli Íslands

Meðumsækjendur: Össur hf.

Sjóður: Tækniþróunarsjóður

Tegund: Hagnýtt rannsóknarverkefni

Lengd verkefnis: 3 ár

 

Ár Umsóknarnúmer Hluti styrks
2016 1638050611 9.050.000
2017 1638050612 9.460.000

Heildarupphæð: 125.658.000 kr.

 

Þátttakendur

Mynd af Fjóla Jónsdóttir Fjóla Jónsdóttir Prófessor 5254915 fj [hjá] hi.is