Sjálfbær regnvatnsstjórnun í köldu loftslagi
Sjálfbær regnvatnsstjórnun í köldu loftslagi
Neðanjarðar fráveitu kerfi, sem safna ofanvatni frá þökum, götum og görðum, anna ekki álagi í nútíma borgum. Endurtekin flóð, með tilheyrandi tjónum, hafa knúið bæjarfélög um víðan heim að endurhugsa frá grunni stýringu ofanvatns. Í æ ríkara mæli er horft til sjálfbærra lausna sem miðla vatni í náttúrulega farvegi.
Stærðarákvörðun ofanvatnskerfa hefur ekki tekið mið af langvarandi snjóbráð þrátt fyrir að vera jafn líkleg til þess að valda flóðum í þéttbýli og snarpir rigningarskúrar. Svörun við örum skiptum á þýðu og frosti, og tíðum rigningum á snjó, einkennandi fyrir vetrarloftslagið á Íslandi, hefur ekki verið prófuð. Skortur á þekkingu á afrennsli í borgum á veturna stendur í vegi fyrir farsælli innleiðingu sjálfbærra ofanvatnslausna.
Markmið þessarar rannsóknar er að greina vetrar afrennsli í misleitu borgarumhverfi með tíðum umhleypingum.
Örlög regns og snjós verður ákvarðað með því að greina söguleg gögn úr rekstri fráveitukerfisins í Reykjavík. Afrennsli og sig í jarðveg verður mælt í Urriðaholti, Garðabæ, sem er fyrsta hverfið á Íslandi hannað með tilliti til sjálfbærra ofanvatnslausna. Frammistaða svelgja til að miðla vatni á veturna verður metin.
Niðurstöður munu gegna lykilhlutverki í að tryggja farsæla hönnun og rekstur ofanvatnskerfa í þéttbýli í köldu loftslagi.
Verkefnastjóri: Hrund Ólöf Andradóttir
Aðsetur: Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið
Meðumsækjendur: Lars Bengtsson, Ólafur Arnalds, Johanna Sörensen, Ronny Berndtsson
Lykilorð: Afrennsli, Ísig, Svelgir, Frost-þýða, Snjór
Sjóður: Rannsóknasjóður
Tegund: Rannsóknasjóður - Verkefnisstyrkur
Fagráð: Verkfræði og tæknivísindi
Ár | Umsóknarnúmer | Hluti styrks |
---|---|---|
2018 | 185398051 | 14.900.000 |
2019 | 185398052 | 15.712.000 |
Heildarupphæð: 30.612.000 kr.
Þáttakendur
Hrund Ólöf Andradóttir | Prófessor | 5254656 | hrund [hjá] hi.is | https://iris.rais.is/is/persons/5dc026e7-8009-4076-81c8-f8dfc28ac5db | Umhverfis- og byggingarverkfræðideild |