Tæringarhegðun efna í hermdu jarðhitaumhverfi djúpborunarhola
Tæringarhegðun efna í hermdu jarðhitaumhverfi djúpborunarhola
Markmið verkefnisins er að rannsaka tæringarviðnám efna í super krítískri gufu sem líkir eftir aðstæðum í djúpu jarðhitaumhverfi. Þetta mun auka þekkingu okkar á tæringarhegðun efna í jarðhitaumhverfi djúpborunarhola sem eru við hærri hita, þrýsting og aukna tæringaráraun heldur en hefðbundnar háhitaborholur.
Niðurstöður verkefnisins munu gefa mikilvægar upplýsingar um hversu vel mismunandi efni standa sig í yfirmarksástands í jarðhitaumhverfi, sem hjálpar við hönnun og rekstur framtíðardjúpborunarhola.
Í verkefninu verður settur upp tilraunabúnaður til að framkvæma tæringar og útfellingarprófanir í hermdu jarðhitaumhverfi í yfirmarksástands gufu.
Tæringarviðnám mismunandi efna í þessu umhverfi verður greint með hefðbundnum tæringarmælingar aðferðum, m.a. þyngdartapsmælingum, og með því að greina með SEM og XEDS smásæja uppbyggingu og efnasamsetningu tæringar og útfellingar afurða sýnanna.
Niðurstöðurnar munu gefa upplýsingar um tæringarhraða og sprungunæmni efnanna í umhverfinu, og efnasamsetningu og uppbyggingu tæringa- og útfellingaefna.
Einnig verður rannsakað áhrif kísiloxíðs SiO2, sem er algengt útfellingarefni í jarðhitaumhverfi, á tæringarhraða efnanna sem prófuð verða.
Verkefnastjóri: Sigrún Nanna Karlsdóttir
Aðsetur: Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið
Meðumsækjendur: Andri Stefánsson, Kolbrún Ragna Ragnarsdóttir, Ingólfur Örn Þorbjörnsson
Lykilorð: Tæring og útfellingar, Jarðhiti, yfirkrítísk gufa, Efnisprófanir, djúpboranir
Sjóður: Rannsóknasjóður
Tegund: Rannsóknasjóður - Verkefnisstyrkur
Fagráð: Verkfræði og tæknivísindi
Ár | Umsóknarnúmer | Hluti styrks |
---|---|---|
2016 | 163108051 | 7.481.000 |
2017 | 163108052 | 8.638.000 |
2018 | 163108053 | 9.033.000 |
Heildarupphæð: 25.152.000 kr.
Þátttakendur
Sigrún Nanna Karlsdóttir | Prófessor | 5255310 | snk [hjá] hi.is | Yes | https://iris.rais.is/is/persons/e4db5bf0-c989-41ad-ba88-ab9aca2c6324 | Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, kennsla |
Andri Stefánsson | Prófessor | 5254252 | as [hjá] hi.is | https://iris.rais.is/is/persons/b12d1342-3441-468b-99b8-c87b9362a3f1 | Jarðvísindadeild |