""

Meginmarkmið þessa verkefnis er að sannreyna og bæta forsendur fyrir nýtingu auðlinda á Íslandsmiðum. Þetta verður gert með því að þróa og útvíkka vistfræðilega nálgun við auðlindanýtingu (EAFM) fyrir íslandsmið. Verkefnið mun bæði leiða til nýrrar vísindalegrar þekkingar og tillagna um stjórnkerfi veiða að teknu tilliti til óbeinna áhrifa á tegundir sem ekki eru undir beinni sókn. Auk langtíma- og skammtíma vistkerfisáhrifa verður tekið tillit til bæði hagrænna og félagslegra sjónarmiða með því að framkvæma sk. stjórnkerfisprófun (management strategy evaluation, MSE). Borin verða saman nokkur vistkerfislíkön til að kanna áreiðanleika þeirra, m.a. með gögnum sem fást með bestu fáanlegu straumfræðilíkönum og Atlantis hermun, en Atlantis er öflugastur vistkerfisherma fyrir hafsvæði. Atlantis líkanið verður sérhannað fyrir Íslandsmið í verkefninu, en að auki verða sett upp líkön með GADGET (Globally Applicable area Disaggregated General Ecosystem Toolbox) og EwE (Ecopath with Ecosim). Atlantis líkanið verður stýrilikan (Operating Model) fyrir líkanprófanir. Það er einnig meginlíkan þessa verkefnis og verður sett upp þannig að það geti metið vistfræðileg, félagsleg og efnahagsleg áhrif aðgerða. Aðgerðir þær og kerfisbreytingar sem á að meta verða ákveðnar með sérstöku samráði allra hagsmunaaðila, frá veiðum, vinnslu og ráðuneytum til umhverfissamtaka og bæjarfélaga.

Verkefnastjóri: Gunnar Stefánsson

Aðsetur: Háskóli Íslands - Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Meðumsækjendur: Christopher David Desjardins

Lykilorð: vistfræðilíkön, fiskveiðar, stjórnkerfisprófanir, líkanprófanir, Atlantis

Sjóður: Rannsóknasjóður

Tegund: Rannsóknasjóður - Verkefnisstyrkur

Fagráð: NÁTTÚRUVÍSINDI OG UMHVERFISVÍSINDI

 

Ár Umsóknarnúmer Hluti styrks
2015 152039051 10.450.000
2016 152039052 9.775.000
2017 152039053 9.775.000

Heildarupphæð: 30.000.000 kr.

 

Þáttakendur

Share