Þróun sjálfbærar ammóníaksframleiðslu

Image
""

Þróun sjálfbærar ammóníaksframleiðslu

Atmonia ehf þróar hvata fyrir umhverfisvæna framleiðslu ammóníaks í áburð, með rafefnafræði. Sú aðferð sem er notuð í dag, Haber-Bosch, er orkufrek og mengandi.

Í þessu verkefni munum við vinna að markaðs og rekstraráætlun Atmonia, sækja fjárfesta heim og samtímis halda áfram með prófanir á þeim hvata sem er mest lofandi.

Samstarf sérfræðinga í efnisfræði, efnagreiningum, rafefnafræði og tölvuefnafræði hefur opnað möguleika á að besta kristalbyggingar yfirborðanna og rafefnafræðilegar hvarfaðstæður til að hanna ferlið kerfisbundið.

Við byggjum á niðurstöðum úr skammtafræðilegum reikningum próf. Egils Skúlasonar og hans rannsóknarhóps þar sem að fjórum málmnítriðum (VN, ZrN, NbN og CrN) er spáð góð hvötunarvirkni, há nýtni og stöðugleiki fyrir þetta ferli. Einn þessara hvata, VN, verður prófaður frekar og bestaður í tilraunum til að hámarka hvarfhraðann, nýtnina og stöðugleikann.

Niðurstöðurnar verða nýttar til að skala upp kerfið og ferlið í síðara skrefi.

Verkefnastjóri: Egill Skúlason

Aðsetur: Atmonia ehf

Meðumsækjendur: Grein Research ehf

Sjóður: Tækniþróunarsjóður

Tegund: Sproti

Lengd verkefnis: 2 ár

 

Ár Umsóknarnúmer Hluti styrks
2017 1754560611 9.998.000

Heildarupphæð: 9.998.000 kr.

 

Þátttakendur

Mynd af Egill Skúlason Egill Skúlason Prófessor 5254684 egillsk [hjá] hi.is