Umhverfisvæn framleiðsla lífefna úr gasi frá jarðvarmavirkjunum

Image
""

Umhverfisvæn framleiðsla lífefna úr gasi frá jarðvarmavirkjunum

Markmið þessa verkefnis er að framleiða verðmæt efni úr göu frá jarðvarmavirkjunum.

Við leggjum til nýja lausn sem byggir á hefðbundinni gerjun ásamt rafsamruna (electrosynthesis) í tveggja þrepa lífefnarafal (two stage bioreactor).

Markmiðið er að framleiða verðmæt efni eins og lífeldsneyti (butanol, etanol) eða verðmætari lífefni (acetate, butyrate). Að auki eru brennisteinsvetni og koltvíssýringur fjarlægð að hluta úr útblæstri jarðvarmavera.

Stefnt er að stofnun fyrirtækis (Thor Biosciences) ef nægjanleg afköst nást í kerfinu. Það mun byggja frumgerð og velja þær afurðir sem framleiddar verða. Slíkt fyrirtæki mun auka fjölbreytni í íslenskum iðnaði. Jafnframt skapast möguleikar á útflutningi á nýrri tækniþekkingu í tenglsum við jarðvarmavirkjanir .

Verkefnastjóri: Sigurður Brynjólfsson

Aðsetur: Háskóli Íslands

Meðumsækjendur: Thor Biosciences, Háskóli Íslands

Sjóður: Tækniþróunarsjóður

Tegund: Verkefnisstyrkur

Lengd verkefnis: 3 ár

 

Ár Umsóknarnúmer Hluti styrks
2015 1533930611 15.000.000
2017 1533930612 15.000.000

Heildarupphæð: 30.000.000 kr.

Þátttakendur

Mynd af Sigurður Brynjólfsson Sigurður Brynjólfsson Prófessor 5254641 sb [hjá] hi.is