Regluleg röðun

Image
""

Regluleg röðun

Í verkefninu verða þróaðar aðferðir til þess að gera róbótum kleift að ákveða röðun hluta sjálfvirkt með reglulegum, skipulegum og jafnvel „fallegum“ hætti.

Takmarkaðar rannsóknir eða þróun liggja fyrir á þessu sviði og viðfangsefnið spannar m.a. fræði á sviði róbóta, tölvusjónar og gervigreindar.

Verkefnið má telja nýstárlegt og í því felst umtalsvert nýnæmi.

Verkefnið hefur ýmsa hagnýtingarkosti, einkum í matvælavinnslu þar sem róbótavæðing og sjálfvirkni er vaxandi og mikilvægt er að raða hráefni inn á vinnslutæki og að skila því í skammta með þeim hætti að þeir líti vel út gagnvart neytendum.

Háskóli og fyrirtæki standa saman að þessu verkefni sem er til tveggja ára og verður efniviður í meistara- og doktorsverkefni.

Verkefnastjóri: Kristinn Andersen

Aðsetur: Háskóli Íslands

Meðumsækjendur: Vísir hf.

Sjóður: Tækniþróunarsjóður

Tegund: Hagnýtt rannsóknarverkefni

Lengd verkefnis: 2 ár

 

Ár Umsóknarnúmer Hluti styrks
2017 1753750611 13.763.000

Heildarupphæð: 13.763.000 kr.

 

Þátttakendur

Mynd af Kristinn Andersen Kristinn Andersen Sviðsstjóri kennslumála 5254688 kiddi [hjá] hi.is