""

Verkefni þetta, sem notast við gervigreind, djúp tauganet og þéttnifellafræði til að hraða leit að heppilegum hvata til ammoníaksframleiðslu, verður í fremstu röð á sviði fræðilegrar efnahvötunar. Þróun umhverfisvænna leiða til ammoníaksframleiðslu er mikilvægur hluti þess að draga úr útblæstri koltvísýrings. Ein slík leið er rafefnafræðileg afoxun niturs í vatnslausn, drifin áfram af endurnýjanlegri orku, en efni sem uppfyllir öll skilyrði efnahvötunar hefur ekki fundist til þessa. Í þessu verkefni munum við nýta blöndu tölvureikninga og djúpra tauganeta til að framkvæma háafkasta kembileit á átta mismunandi efnaflokkum í leit að nothæfum efnahvata til ammoníaksframleiðslu. Til að komast í gegnum fyrstu umferð kembileitarinnar þarf efni að uppfylla ströng skilyrði, byggð á varmafræðilegum efnisvísum. Í annarri umferð kembileitarinnar er einvörðungu notast við þéttnifellafræði reikninga til að meta stöðugleika þeirra efna sem enn þykja lofandi efnahvatar að fyrstu umferð lokinni. Þeir efnahvatar sem standast stöðugleikamatið eru taldir heppilegir kandídatar til frekari skoðunar á tilraunastofu. Auk kembileitarinnar munum við notast við gervigreind sem greint getur orsakatengsl í stórum gagnasöfnum til að leita að áður óþekktum efnavísum, sem komið gætu að góðum notum við frekari rannsóknir á þessu sviði.

Háskóli Íslands leiðir verkefnið í samstarfi við Fujitsu Limited.

Sjóður: Rannsóknasjóður

Tegund: Rannsóknarstyrkur

Lengd verkefnis: 3 ár

 

Ár Umsóknarnúmer Hluti styrks
2024  2410761-051 21.600.000

 

Sjá nánari upplýsingar um verkefnið í Gagnatorgi Rannís

Þátttakendur

Share