VERGE
VERGE
Lýsing á verkefninu
Tæknin sem er þróuð innan VERGE-verkefnisins verður sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum: rafefnafræðilegt ferli til framleiðslu ammóníaks úr sjálfbæru rafmagni. Með því að framleiða ammóníak með sjálfbærum hætti með endurvinnanlegum orkugjöfum má hafa mikil áhrif á heimsvísu því núverandi framleiðsluhættir efnisins (með Haber-Bosch aðferðinni) leiða til losunar 1% gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Þar að auki er ammóníak eitt mest lofandi kolefnislausa rafeldsneytið sem við þekkjum fyrir skipaflutninga og aðrar siglingar. Draga má úr losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum í heiminum um allt að 3% með því að nýta ammóníak, sem er framleitt á umhverfisvænan máta, sem orkugjafa í stað jarðefnaeldsneytis. Þannig mun tæknin sem verður til innan VERGE-verkefnisins flýta fyrir því markmiði Evrópusambandsríkja að verða kolefnishlutlaus fyrir árið 2050.
VERGE-kerfið verður sérhannað til þess að geta keyrt á umhverfisvænu rafmagni þegar það er til og slökkva á sér þegar ekkert rafmagn er til staðar. Það hentar vel til þess að fullnýta orku frá stopulum orkugjöfum, s.s. sól og vindi, orku sem annars er í dag sóað.
Vefsíða: verge.hi.is
Þátttakendur
Egill Skúlason | Prófessor | 5254684 | egillsk [hjá] hi.is | https://iris.rais.is/is/persons/7f91e5a3-9541-449b-af1f-8cb28986be90 | Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, kennsla |