Efnisrannsóknir og líkanagerð jarðhitaborhola fyrir háhita og djúpborunarumhverfi

Image
Orka úr rusli með gösun

Efnisrannsóknir og líkanagerð jarðhitaborhola fyrir háhita og djúpborunarumhverfi

Um rannsóknina

Síðustu ár hefur verið aukinn áhugi á að bora dýpri jarðhitaborholur til að afla meiri orku sem leiðir til hærra hitastigs,þrýstings og meira tærandi umhverfis. Afleiðingarnar eru aukin tæringaráraun og álag á holutoppa og stál- ogsteypufóðringar sem er burðarþolskerfi holunnar. Getur það orsakað skemmdir og lokun á holum. Rannsóknarvinnan skiptist í efnisfræðilega rannsókn á stál og borholusteypublöndum og líkanagreiningu á álagi holutoppa og fóðringa djúpboranahola. Líkan af djúpborunarholum með FEM einingaaðferð verður hannað í forritinu ANSYS sem notað verður í greiningar á tognunar- og spennudreifingu í fóðringum og djúpborholutoppum vegna hás þrýstings og hitastigs. Efnisfræðilegi hlutinn felur í sér betrumbætur á borholusteypublöndum sem notaðar hafa verið í borholur á Íslandi sem og þróun á tæringar & hitaþolnum blöndum. Í kjölfarið verður FEM líkanið og efnisrannsóknirnar nýttar í tæknilegri skipulagningu KMT og IDDP3 verkefnanna.

 

Verkefnastjóri: Sigrún Nanna Karlsdóttir

Aðsetur: Háskóli Íslands

Meðumsækjandi/ur: Gerosion ehf., GEORG-Rannsóknarklasi í jarðhita

Sjóður: Tækniþróunarsjóður

Tegund: Hagnýtt rannsóknarverkefni

Lengd verkefnis: 3 ár

 

Ár Umsóknarnúmer Hluti styrks
2021 2113356-0611 14.999.000

Heildarupphæð: 14.999.000 kr.

 

Þátttakendur

Mynd af Sigrún Nanna Karlsdóttir Sigrún Nanna Karlsdóttir Prófessor 5255310 snk [hjá] hi.is Yes https://iris.rais.is/is/persons/e4db5bf0-c989-41ad-ba88-ab9aca2c6324 Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, kennsla