SMARTCHAIN

Image
""

SMARTCHAIN

SMARTCHAIN verkefnið er samstarf um umbætur í virðiskeðjum sjávar og eldisafurða sem stuðla að sjálfbærari nýtingu auðlinda, m.a. með bættri framleiðslustýringu, bestun á flutningum, rekjanleikalausnum sem miða að gagnsæi og minni sóun, auk fullnýtingar á aukaafurðum í verðmætar afurðir.
Þekktir sjálfbærnivísar sem settir hafa verið fram alþjóðlega eru valdir af sérfæðingum og rýndir af hagaðilum við mat á gagnsemi þeirra við samanburð á frammistöðu og til að auðvelda ákvarðanatöku varðandi umbætur í átt að sjálfbærni í virðiskeðjum sjávar og eldisafurða. Hermilíkön sem auðvelda yfirsýn um frammistöðu verða þróuð og eru ætluð þeim sem taka stefnumótandi ákvarðanir, fyrirtækjum, fjárfestum, frumkvöðlum, stofnunum, hagaðilum og almennt samfélaginu við mat á hugsanlegum málamiðlunum.  

Niðurstöður stuðla að þekkingu sem auðveldar innleiðingu á alþjóðlegum sjálfbærnivísum einkum fyrir bláa lífhagkerfið, en nýtist einnig virðiskeðjum matvæla almennt, sem gefur tækifæri að hagnýta niðurstöður í víðara samhengi.  

SMARTCHAIN er ERA-NET  BlueBio Cofund verkefni þar sem íslenski hlutinn er styrktur af TS og íslenskir þátttakendur eru HÍ, MarkMar og Brim. Verkefnistjórn er hjá SINTEF Ocean í Noregi.

Sjá nánari upplýsingar

 

Þátttakendur

Mynd af Guðrún Ólafsdóttir Guðrún Ólafsdóttir
  • Vísindamaður
5255430 go [hjá] hi.is virðiskeðja matvæla;;sjálfbærni;;umhverfisáhrif matvæla;;rekjanleiki;;vistferilsgreining;;matvælafræði;;gæði sjávarafurða https://iris.rais.is/is/persons/c1b44f14-7700-4c01-9f7c-d7491b66a6af Véla-og iðnaðarverkfræði, rannsóknir