Orka úr rusli með gösun

Image
Orka úr rusli með gösun

Orka úr rusli með gösun

Fjölmörgum sorpbrennslum á Íslandi var lokað 2011/2012 vegna dioxin mengunar sem greindist í jarðvegi ásamt kjöt- og mjólkurafurðum. Vegna þessa er óhemju mikið af rusli flutt á hverju ári með ruslabílum langar leiðir eftir þjóðvegum landsins til förgunar (Herjólfur meðtalinn).

Í verkefninu verður komið upp prufubúnaði til að rannsaka hvernig á að aðlaga eina öflugustu lausn sem býðst til vistvænnar förgunar á lífrænum úrgangi fyrir íslenskar aðstæður.

Lausnin er gösun sem er tækni sem – með hitun - umbreytir pappírs-, pappa-, viðar- og plastúrgangi í lofttegundir sem saman nefnast syngas og má nýta til að framleiða rafmagn og hita.

Gösun lífræns úrgangs getur gefið allt að 1000 sinnum minna dioxin en bruni. Gösun er einnig betri en aðrar förgunaraðferðir hvað varðar nýtingu orkunnar í lífræna úrganginum til rafmagns- og hitaframleiðslu.

Markmiðið er að þróa gösunartæknina til förgunar á íslensku lífrænu sorpi, án losunar eiturefna út í andrúmsloft, og til rafmagns- og hitaframleiðslu.

Verkefnastjóri: Christiaan Petrus Richter

Aðsetur: Háskóli Íslands

Meðumsækjendur: SORPA bs.

Sjóður: Tækniþróunarsjóður

Tegund: Hagnýtt rannsóknarverkefni

Lengd verkefnis: 3 ár

 

Ár Umsóknarnúmer Hluti styrks
2017 1753260611 12.975.000

Heildarupphæð: 12.975.000 kr.

 

Þátttakendur

Mynd af Christiaan Petrus Richter Christiaan Petrus Richter Prófessor cpr [hjá] hi.is Yes https://iris.rais.is/is/persons/ed2da258-b393-499b-be02-fddfd83795bd Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, kennsla