Vélbúnaður til að setja öngla á fiskilínu og taka þá af
Vélbúnaður til að setja öngla á fiskilínu og taka þá af
Önglar í stórum línuskipum eru geymdir á rekkum. Önglarnir eru festir við fiskilínuna með taumi. Algengt er að fest öngla við sigurnagla sem geta snúist utan um línuna og minnka hættu á að öngullinn og taumurinn vefjist utan um fiskilínuna.
Helsti ókostur þess að hafa önglana áfasta fiskilínunni er að viðhald á önglum verður takmarkað - einungis eru settir önglar í stað þeirra sem hafa slitnað af og þeirra sem eru mjög mikið skemmdir (ef tími gefst til). Hugmyndin að verkefninu er að taka önglana af fiskilínunni og geyma á rekkum þannig að taumur er áfastur önglunum en ekki fiskilínan.
Við það að hafa önglana aðskilda frá fiskilínunni er hægt að sinna viðhaldi á önglunum hvenær sem tími gefst til úti á sjó eða í landi og setja nýja öngla á þegar hentar.
Meginmarkmiðið er að ljúka við hönnun, smíði, forritun og prófanir á vélbúnaði sem samanstendur af tveimur einingum sem verða nefndar Ábótinn og Stripparinn. Ábótinn setur öngla á fiskilínu á meðan hún er lögð í sjó.
Verkefnastjóri: Rúnar Unnþórsson
Aðsetur: Vélsýn ehf
Meðumsækjendur: Vélsýn ehf, Þorvarður Gunnlaugsson, Háskóli Íslands
Sjóður: Tækniþróunarsjóður
Tegund: Frumherjastyrkur
Atvinnuflokkur: Fiskveiðar og fiskeldi
Lengd verkefnis: 2 ár
Ár | Umsóknarnúmer | Hluti styrks |
---|---|---|
2013 | 1317900611 | 4.692.000 |
2015 | 1317900612 | 5.991.000 |
Heildarupphæð: 10.683.000 kr.
Þátttakendur
Rúnar Unnþórsson | Prófessor | 5254954 | runson [hjá] hi.is | Yes | https://iris.rais.is/is/persons/1a4fd637-b23f-4521-85b4-aa7172e91368 | Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, kennsla |