""Hópurinn sem stendur að rannsókninni. Frá vinstri: Tómas Philip Rúnarsson, Bjartur Berg Baldursson, Jóhann Steinn Miiller Ólafsson og Margrét Rán Rúnarsdóttir.

Stærðfræðilegt bestunarlíkan getur sparað verulegan tíma við skipulag æfinga hjá íþróttafélögum og hjálpað þeim að nýta æfingaaðstöðu sína betur. Þetta eru fyrstu niðurstöður rannsóknar sem Tómas Philip Rúnarsson, prófessor við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands, leiðir.

Meistaradagur Verkfræðistofnunar 2025

Þann 14 júní síðastliðinn brautskráðust 22 nemendur í verkfræði frá verkfræðideildum skólans

""

Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor við Umhverfis- og byggingaverkfræðideild Háskóla Íslands leiðir rannsókn á margþættum ávinningi blágrænna innviða í borg.

Dórótea Höeg Sigurðardóttir

Dórótea Höeg Sigurðardóttir, lektor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, vinnur ásamt fleiri sérfræðingum við HÍ og Þjóðaminjasafnið að rannsókn sem á að auka skilning okkar á byggingareðlisfræði og burðarþoli torfbæja með það að markmiði að bæta varðveislu þeirra.

Aysan Safavi kynnir rannsóknir sínar á viðburði sem haldin var í tilefni af 60 ára afmæli Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands

Aysan Safavi, nýdoktor í efnaverkfræði vinnur nú að spennandi rannsóknum á því hvernig þróa má svokallaða pýrólýsutækni betur en hún getur í senn umbylt sorplosun og orkuframleiðslu í framtíðinni.

White Outer Space Satellite

Von á yfir 2.500 vísindamönnum á fjarkönnunarráðstefnu 2027
 

Háskóli Íslands og Miðeind ehf. hafa hlotið styrk úr Horizon-rannsóknaáætlun Evrópusambandsins til verkefnis er lýtur að gerð stórs gervigreindar-mállíkans fyrir germönsk tungumál, þar á meðal íslensku.

Laxafiskar

Nýta gervigreind til að kynja- og tegundagreina ferskvatnsfiska í ám 

Nemendur kynna verkefni sín

Meistaradagur Verkfræðistofnunar haldinn í Grósku 30. maí 2023

Benedikt Halldórsson vísindamaður við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ.

Vill auka öryggi okkar í jarðskjálftum

Háskóli Íslands og fyrirtækið Atmonia, sem stofnað var á grundvelli rannsókna innan skólans, ýttu nýverið úr vör nýsköpunarverkefni í samstarfi við fimm aðrar evrópskar stofnanir og fyrirtæki sem miðar að því að hanna og þróa rafgreiningarbúnað fyrir nitur til að framleiða ammóníak á vökvaformi sem má nýta bæði sem orkubera/eldsneyti og áburð. 

""

Háskóli Íslands og Vegagerðin vinna um þessar mundir að rannsóknaverkefni sem miðar að því að stytta framkvæmdatíma á byggingarstað. Verkefnið snýr að tengingum á forsteyptum veggjum og staðsteyptum sökklum.